Gleðilegt sumar og gleðjist gumar því gaman er í dag.
Ég er búin að vera að leita að vinnu seinustu daga og gengið svona upp og að ofan.
Mér bauðst vinna í tískuvöruversluninni Víla, en vinnutíminn var mjög slæmur þannig að ég afþakkaði pent.
Ég sótti svo um vinnu sem Vikar eða afleisingarmaður á Vöggustofunni hjá Lovísu.
Málið er að í sama húsi er leikskóli og önnur vöggustofa og er þetta allt undir sömu stjórninni.
Ég myndi semsagt leysa af vegna veikinda, sumarfría, og annara tilfella fyrir alla starfsmennina í þeirri byggingu ásamt því að vera alltaf að vinna á föstudögum. ( Eins konar flakkari, en með fasta setu á föstudögum á leikskólanum)
Svo í morgun þegar ég fór með Lovísu þá fékk ég að vita að ég væri komin með vinnu!! Víhí og ég byrja á miðvikudaginnVúhú.
Annars er bara allt gott að frétta frá okkur, allir hressir og kátir:)
Love Gudda